top of page

Spurt og svarað

Algengar spurningar varðandi erfðaskrár

Lagamál getur oft verið flókið og erfitt að skilja. Við viljum reyna einfalda það og hér að neðan má sjá algengustu spurningar sem við fáum og svör á skýru máli. 

Hvað er skylduerfingi?

Skylduerfingjar eru aðeins maki og niðjar arfleifanda. Með niðjum er hátt við börn, barnabörn o.sfrv.

Hvað er lögerfingi?

Lögerfingjar eru þeir sem erfa arfleifanda samkvæmt lögum og samanstanda af skylduerfingjum og öðrum skyldmennum arfláta. Þeir eru skilgreindir í erfðalögum, 1.gr. en þar má sjá svokallaða erfðaröð. Lögerfingjar geta því verið maki, börn, systkin eða afkomendur þeirra, afi og amma o.sfrv.  Ef engin erfðaskrá er til staðar ber að fara eftir erfðaröð lögerfingja.

Hvað er bréferfingi ?

Bréferfingjar eru erfingjar samkvæmt erfðaskrá. Hér fer eftir því hvað eða hvern arfleifandi skilgreinir sem erfingja sinn í erfðaskrá. Bréferingi getur því verið einstaklingur eða fyrirtæki og því ekkert sem útilokar að hann sé t.d. lögerfingi. Hafa ber þó í huga að heimilt þarf að vera samkvæmt erfðalögum að ráðstafa arfi til bréferfingja svo til þess komi, t.d. ekki er hægt að skilgreina bréferfingja fyrir meira en 1/3 hluta eigna ef skylduerfingjar eru til staðar.

Hvað er hjúskaparmaki?

Notast er við orðið hjúskaparmaki þegar fólk hefur stofnað til hjúskapar (gift sig / er í hjónabandi) samkvæmt hjúskaparlögum. Þau bera þá réttindi og skyldur samkvæmt þeim.

Hvað er sambúðarmaki?

Notast er við orðið sambúðarmaki þegar fólk er í sambúð en er ekki gift / í hjónabandi. Réttindi þeirra eru mun minni, í þeim tilvikum eru makar ekki framfærsluskyldir gagnvart maka sínum og erfa ekki maka nema það sé tilgreint í erfðaskrá og um enga skylduerfingja sé að ræða.

Get ég arfleitt sambúðarmaka að öllum mínum eigum?

Ef sambúðarmaki sem deyr á enga skylduerfingja þá má hann ráðstafa öllum eignum sínum með erfðaskrá, t.d. til hins aðila í sambúð sem verður þá bréferfingi. Ef hann á skylduerfingja má hann að hámarki ráðstafa 1/3 með erfðaskrá en 2/3 ganga þá til skylduerfingja.

Hver er munurinn á hjúskaparmaka og sambúðarmaka?

Sambúðarmaki nýtur aldrei lögbundins arfstilkalls en hjúskaparmaki er einn af lögerfingjum samkvæmt erfðalögum. Það þýðir að hjúskaparmaki erfir sjálkrafa eignir frá arfleifanda, hvort sem er til staðar erfðaskrá eða ekki.

Get ég arfleitt stjúpbörn / fóstubörn mín jafnt og lífræðilegu börn mín?

Hægt er að gera ráðstafanir í erfðaskrá til að jafna út hlut stjúpbarna / fósturbarna. Það fer þó að miklu eftir fjölskyldumynstri hvers og eins hversu nákvæmt það verður. Best er að ráðfæra sig við lögfræðing og sjá hvað hægt sé að gera.

Hvað þýðir óskipt bú?

Óskipt bú er þegar frestað er opin berum skiptum á dánarbúi, þ.e.a.s. á eignum og skuldum látna milli erfingja og eftirlifandi maki tekur við þeim. Eftirlifandi maki ræður því yfir eignum búsins, ber persónulega ábyrgð og skuldum hins látna og þarf ekki samþykki annarra erfingja til að ráðstafa eignum búsins. Eftirlifandi maka ber þó að gæta hóflegrar fjárstjórnar.

Ef látni átti séreignir þá bera að skipta þeim áður en leyfi er veitt til að sitja í óskiptu búi.

Getur sambúðarmaki setið í óskiptu búi?

Nei, en aðilar í sambúð sem eiga enga skylduerfingja geta gert erfðaskrá og þannig arfleitt sambúðarmaka að öllum sínum eignum. Ef það eru skylduerfingjar getur sambúðarmaki aldrei ráðstafað nema 1/3 hluta eigna sinna.  

Get ég skilgreint aðra erfendur en hjúskaparmaka eða börn í erfðaskrá fyrir séreignarsparnaðnum mínum?

Nei, einungis geta skylduerfingjar erft séreignasparnað. Maki í sambúð erfir því ekki séreignasparnað maka sinn.

Get ég gert börnin mín arflaus með erfðaskrá?

Nei. Samkvæmt 35. gr. erfðalaga er óheimilt að ráðstafa meira en 1/3 allra eigna sinna með erfðaskrá. Arfleifandi má þannig ráðstafa þeim hluta að vild. Í kjölfarið fer svo samkvæmt erfðalögum um þann hlut sem eftir stendur.

Í 23. gr erfðalaga er þó tilgreint að í ákveðum tilfellum geta börn tapað erfðarétti sínum, m.a. ef það beitir foreldri ofbeldi, hótar því óförum, meiði mjög æru þess eða gerist sek um aðrar stórfelldar mótgerðir, svo refsivert sé. Til að þess komi þarf að höfða dómsmál gegn barninu þar sem ákært er fyrir þau brot.

 

Erfingi hefur þó alltaf rétt á að afsala sér arfi skv. 28. gr. erfðalaga. Það þarf þá að skila inn skriflegri vottaðri yfirlýsingu til arfleifanda þar sem  erfingi afsalar sér arfrtökurétti.

Get ég afsalað mér arfi?

Erfingi hefur alltaf rétt á að afsala sér arfi skv. 28. gr. erfðalaga. Það þarf þá að skila inn skriflegri vottaðri yfirlýsingu til arfleifanda þar sem  erfingi afsalar sér arfrtökurétti.

Getið þið sent erfðaskrá til sýslumanns eða vottað hana?

Nei, við megum hvorki votta né fara með þær þær til sýslumanns fyrir hönd viðskiptavinar. Við leiðbeinum ykkur þó hvernig skal standa að þessu verli. 

Hvernig byrja ég ferlið? Þarf ég að hafa tæmandi lista yfir allt sem ég á?

Nei, það er óþarfi. Í flestum tilvikum er skilgreint hlutfall sem erfingi fær af heildareignum. Í þeim tilvikum sem skylduerfingjar eru til staðar, en auk þeirra eigi að skilgreina  fjölda annarra erfingja, er nauðsynlegt að hafa í huga að heildarvirði þess sem þeir erfa má ekki fara yfir 1/3 af heildarvirði eigna.  

Við aðstoðum ykkur í gegnum ferlið frá a-ö. 

Hvað kostar að gera erfðaskrá?

Aðstoð við að útbúa almenna erfðaskrá er 40 þúsund.

Boðið er upp á greiðsludreifingu til 3ja mánaða.

Ertu með aðra spurningu?

Sendu okkur hana í gegnum vefformið hér eða í spjallinu hér niðri og við svörum um hæl.

Fyrirvari

Spurt og svarað er sett upp í leiðbeiningarskyni og eru alls ekki tæmandi listi yfir  spurningar tengt erfðaskrá eða erfðarétti. Við hvetjum til þess að ráðfæra sig við lögfræðinga, lögmenn eða aðra sérfræðinga ef upp koma vafamál tengt erfðarétti, erfðamálum eða búskiptum. Þess vegna er einmitt hægt að senda okkur fyrirspurn hér!

bottom of page