Þessari spurningu hafa eflaust margir velt fyrir sér án þess að hafa komist að skýrri niðurstöðu. Góð skilgreining hvað erfðaskrá sé, er að hún sé skriflegur, formbundinn löggerningur um ráðstöfun eigna eftir andlát eða með fyrirframgreiddum arfi. Hún felur í raun í sér viljayfirlýsingu um hvernig eignum arfleifanda skuli skipt eftir andlát. Í erfðalögum nr. 8/1962 má finna ákvæði m.a. um hvernig erfðaskrá skuli gerð og hverjir séu lögerfingjar.
Lögin taka þó ekki tillit til allra þátta og geta verið fjölmargar ástæður fyrir því erfðaskrá sé skynsöm eða jafnvel nauðsynleg ráðstöfun fyrir þig.
Úthlutun eigna er þín ákvörðun Án erfðaskrá verða eignir þínar skiptar samkvæmt staðlaðri röð erfðaréttar sem mögulega endurspegla ekki þínar óskir. Í þeim tilfellum sem einstaklingar eiga enga skylduerfingja, ber að fylgja reglum um erfðaröð. Erfðaskrá getur því veitt þeim rétt til að ákveða sjálf/ur hvernig eignum verði skipt. Í þeim tilfellum sem skylduerfingjar eru til staðar getur þú úthlutað 1/3 eigna þína með erfðaskrá en einnig úthlutað tilteknum munum til ákveðinna aðila
Forðastu fjölskyluágreining Skýr erfðaskrá dregur úr líkum á ágreiningi milli erfingja. Þegar óskir arfleifanda eru skjalfestar, minnkar það hættuna á misskilningi sem og deilum um skipti eigna.
Stjórnun á erfðafé Hægt er að taka fram í erfðaskrá að arfshlutur skuli vera séreign erfingja í hjúskap. Það þýðir að arfshluturinn sé séreign þess sem að erfir og komi þá ekki til skipta við hjónaskilnað.
Stjúpbörn Fjölskyldumynstur í dag geta verið flókin og fjölskyldur samsettar á fjölmargan hátt. Ekkert í erfðalögunum gerir ráð fyrir, t.d. að stjúpbörn erfi stjúpforeldra sína, þrátt fyrir að foreldrarnir séu í hjúskap. Gera má því ráðstafanir í erfðaskrá sem jafna út hlut allra barna.
Erfðaskrá er því ekki einungis fyrir þá ríku eða fólk sem er komið seint á lífskeið sitt, heldur fyrir alla sem vilja tryggja að vilji þeirra verði virtur eftir andlát. Erfðaskrá getur einnig verið tákn um umhyggju og ábyrgð gagnvart þeim sem við elskum.
Hafðu samband við okkur og fáðu ókeypis ráðgjöf.
Comments