top of page
Search

Ýmsar mýtur um erfðaskrár

  • Writer: Gerðu erfðaskrá
    Gerðu erfðaskrá
  • Jun 22
  • 2 min read

Updated: Aug 25

– og hvað er rétt í raun.


Það er eðlilegt að erfðaskrár og erfðamál virðist flókin – en stundum er það ekki lagamálið sem veldur ruglingi heldur algengir misskilningar.


Hér leiðréttum við algengar mýtur sem fólk hefur í huga þegar það leitar til okkar í ráðgjöf.

Algengur misskilningur varðandi erfðaskrár
Margar mýtur er í gangi varðandi erfðarétt og erfðaskrár.

1. “Makinn minn fær sjálfkrafa allt – ég þarf ekki erfðaskrá.

Misskilningur. 

Ef þú átt börn, þá eiga þau lögbundinn rétt á 2/3 hluta dánarbúsins.

Staðreynd:

  • Hjúskaparmaki fær aðeins 1/3 hluta samkvæmt lögum (nema þú hafir gert erfðaskrá sem kveður á um annað – eða situr í óskiptu búi).

  • Til að maki fái að sitja í óskiptu getur þurft samþykki barna – ef stjúpbörn eru til staðar.


2. “Sambýlismanneskjan mín erfir mig sjálfkrafa.”

Misskilningur. Sambýlisfólk sem er ekki gift erfir ekkert sjálfkrafa samkvæmt íslenskum lögum – óháð því hversu lengi þau hafa verið saman.

Staðreynd:

  • Sambýlisfólk erfir ekki hvort annað nema það sé sérstaklega tekið fram í erfðaskrá.

  • Ef þú vilt að sambýlismaki þinn erfi þig, verður þú að gera erfðaskrá.

  • Þú getur ráðstafað allt að 1/3 hluta eigna til sambýlismaka – meira ef engir lögerfingjar eru til staðar.


3. “Ég á lítið – það er ekki þess virði að gera erfðaskrá.”

Misskilningur. Erfðaskrá er ekki bara fyrir ríkasta fólkið.

Staðreynd:

  • Ef þú átt eignir, börn, maka eða hefur sérstakar óskir, getur erfðaskrá einfaldlega tryggt að öllu verði sinnt í samræmi við þínar óskir.

  • Það getur líka sparað ástvinum tíma, kostnað og hugsanlegar deilur.


4. “Stjúpbörnin mín geta ekki erft okkur jafnt.”

Misskilningur. Stjúpbörn eru ekki lögbundnir erfingjar beggja og geta þar af leiðandi ekki erft okkur jafnt .

Staðreynd:

  • Nema þú hafir ættleitt stjúpbarn, þá á það ekki rétt á arfi eftir þig samkvæmt íslenskum erfðalögum.

  • Ef þú vilt að stjúpbörn þín fái arf – þá verður það að koma fram í erfðaskrá.

  • Hægt er að ráðstafa allt að 1/3 hluta eigna til erfingja að eigin ósk og er oft hægt að jafna hlut stjúpbarna með því að nýta þá heimild.


6. “Það er of snemmt að hugsa um þetta – ég er enn ung(ur).”

Misskilningur. Erfðaskrár snúast ekki bara um dauðann – heldur um ábyrgð og skipulag.

Staðreynd:

  • Erfðaskrá er hagnýtt verkfæri fyrir alla sem vilja skilja eftir sig skýr fyrirmæli.

  • Hún er sérstaklega mikilvæg ef þú átt börn, sambýlismaka, stjúpbörn eða vilt styðja góðgerðarmál.



Í stuttu máli:

Ef þú hefur sérstakar óskir – eða vilt bara tryggja að erfingjar þínir fái það sem þú vilt – þá er erfðaskrá besta leiðin til að koma því í framkvæmd. Hún er einföld í framkvæmd, en getur skipt sköpum þegar þar að kemur.


Fáðu ókeypis ráðgjöf hjá okkur á gerduerfdaskra.is.

 
 
 
bottom of page