Algengustu spurningarnar sem við fáum varðandi erfðaskrár – og svörin við þeim!
- Gerðu erfðaskrá
- May 28
- 2 min read

Við fáum oft sömu spurningarnar frá fólki sem hefur samband í ókeypis ráðgjöf hjá okkur. Hér svörum við þeim fjórum algengustu – skýrt og hnitmiðað.
1. Hvað þarf ég að gera til að fá að vera í óskiptu búi?
Ef þú ert gift/ur og maki þinn fellur frá, getur þú undir ákveðnum skilyrðum óskað eftir að fá að sitja í óskiptu búi – það þýðir að skipti búsins frestast, t.d. þangað til eftirlifandi maki hefur aftur hjúskap, hann sjálfur deyr eða hann ákveður að skipta upp búinu.
Ef þið eigið sameiginleg börn þá er þessi réttur skilyrðislaus og nóg að fylla út umsókn á vef sýslumanns um setu í óskiptu búi.
Hafi sá látni átt barn eða börn sem eru ekki sameiginleg með langlífari maka, þarf samþykki þess eða þeirra barna til að langlífari maki fái að sitja í óskiptu búi.
Hjón geta þó fyrirfram tryggt rétt langlífari makans til að sitja í óskiptu búi með því að gera erfðaskrá. Þar er slíkur réttur skýrt tilgreindur og ekki lengur þörf á samþykki barna sem ekki eru sameiginleg.
2. Ég á stjúpbörn – get ég jafnað erfðir þeirra og eigin barna?
Já, með erfðaskrá geturðu ákveðið að stjúpbörn þín erfi þig á sama hátt og líffræðileg börn – upp að ákveðnu marki.
Lögin tryggja 2/3 hluta eignanna til barna, sem má ekki taka frá þeim og 1/3 hluta til maka sé hann til staðar.
Heimild er þó að ráðstafa fyrst allt að 1/3 með erfðaskrá – og þar geturðu t.d. jafnað hlut stjúpbarna eins og best er hægt.
Við útskýrum möguleikana og hjálpum þér að setja upp erfðaskrá sem tryggir jafnræði – ef það er það sem þú vilt.
3. Hvernig fer ferlið fram hjá ykkur?
Það er einfalt og þægilegt:
Þú færð ókeypis ráðgjöf – í gegnum netið eða í síma.
Við ræðum þínar aðstæður og möguleika.
Óskir þú eftir erfðaskrá, þá sendum við þér skjal til útfyllingar og hefjum ferlið að stilla upp erfðaskrá samkvæmt þínum vilja.
Þegar þú ert sátt/ur með drögin, getur þú prentað þau út og annaðhvort farið með til lögbókanda hjá Sýslumanni til vottunar eða haft þína eigin arfleiðsluvotta.
Erfðaskráin tekur gildi um leið og hún er vottuð.
4. Hvað kostar þetta?
Ráðgjöfin er ókeypis.
Verð fyrir almenna erfðaskrá :
Einstaklings eða hjóna: 40.000 kr.
Ef ljóst er að erfðaskráin sé flókin þá látum við þig vita áður en lengra er farið og gefum þér upplýsingar um verð áður.
Engin falin gjöld – bara hreinskilni og fagmennska.
Viltu fá svör við þínum spurningum?
Við svörum öllum spurningum um erfðaskrár, óskipt bú og stjúpbörn – án skuldbindingar. Smelltu hér til að bóka ókeypis ráðgjöf eða hefja ferlið👉gerduerfdaskra.is/erfdaskra
Comments