Það hafa verið nokkur þekkt tilvik þar sem erfðaskrár frægra einstaklinga hafa verið dregnar í efa og í sumum tilfellum lýstar ógildar. Slíkt stafar oft af deilum innan fjölskyldna, efasemdir um andlegt hæfi, eða grun um óeðlileg áhrif.
Hér eru nokkur fræg dæmi:
1. Howard Hughes
Howard Hughes lést árið 1976 án þess að skilja eftir sig skýra erfðaskrá. Fannst þó handskrifað skjal í höfuðstöðvum Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu, sem stóð á að hann úthlutaði 156 milljónir dollara til ýmissa aðila. Þessi erfðaskrá sem síðar gékk undir nafninu, "Mormóna erfðaskráin" var síðar úrskurðuð sem fölsuð í dómstól í Nevada, sem leiddi til áralangra lögfræðibardaga milli mögulegra erfingja og fyrirtækja.
2. Michael Jackson
Miklar deilur urðu uppi varðandi erfðaskrá Michael Jackson. Upp komu spurningar um hvort erfðaskráin endurspeglaði raunverulega vilja Jacksons, sérstaklega vegna þess að sumir fjölskyldumeðlimir héldu því fram að Jackson hefði verið í New York þann dag sem erfðaskráin var sögð undirrituð í Los Angeles. Þetta leiddi til gruns og ásakana um svik, sem ýtti undir stöðugar deilur á meðal fjölskyldumeðlima sem voru óánægðir með skort á gagnsæi og ákvarðanir framkvæmdaraðila, John Branca og John McClain, sem voru tilnefndir í erfðaskránni til að stjórna umfangsmiklum eignum og skuldum arfsins, sem innihélt verðmæt tónlistarréttindi og talsverðar skuldir.
3. Brooke Astor
Ameríska góðgerðarkonan Brooke Astor varð miðpunktur athyglisverðs máls þegar sonur hennar, Anthony Marshall, var ákærður fyrir að hafa breytt erfðaskrá hennar og stolið milljónum. Hann var sakaður um að hafa nýtt sér heilabilun hennar til að sannfæra hana um að breyta erfðaskrá sinni honum í hag. Marshall var svo sakfelldur fyrir nákvæmlega það árið 2009, misnotkun á aldraðri manneskju.
4. Anna Nicole Smith
Fyrrum Playboymódelið og sjónvarpspersónan Anna Nicole Smith deildi um erfðaskrá síðasta eiginmanns síns, J. Howard Marshall, eftir að hann lést árið 1995. Réttarbaráttan snerist um hvort Smith ætti rétt á hluta af eign Marshall, þrátt fyrir að hann hefði skilið allar eignir sínar eftir syni sínum í erfðaskrá og ekkert handa Smith. Málið fór tvisvar fyrir Hæstarétt Bandaríkjanna en á endanum tapaði hún málunum.
5. Pablo Picasso
Þegar Pablo Picasso lést árið 1973 skildi hann eftir sig mikinn auð, þar á meðal þúsundir eigin verka, án þess að hafa gert erfðaskrá. Skortur á erfðaskrá leiddi til langvarandi deilna á meðal erfingja hans, og franska ríkið kom einnig að málinu til að krefjast hluta af arfinum í erfðafjárskatt. Úrlausn málsins um skiptingu eigna hans tók ár.
Comments